Kerfisbundin útilokun einhverfra einstaklinga í ráðningarferlum?
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24122/tve.a.2025.22.1.5Lykilorð:
hæfniskröfur í atvinnuauglýsingum, ráðningar, einhverfir á vinnumarkaðiÚtdráttur
Margt bendir til þess að einhverfir einstaklingar búi við meiri félagslega jaðarsetningu í atvinnumálum en aðrir fötlunarhópar þrátt fyrir hraða tækniþróun og starfsmannaskort í mörgum greinum samhliða fjórðu iðnbyltingunni og vaxandi þörf á sérhæfðri og harðri hæfni við úrlausn flókinna verkefna. Markmiðið hér er að varpa ljósi á útilokandi þætti í tengslum við atvinnuþátttöku einhverfra einstaklinga hér á landi. Atvinnuauglýsingum var safnað á um eins mánaðar tímabili og hæfniskröfur flokkaðar og greindar og í framhaldi tekin hálf stöðluð viðtöl við sex einstaklinga á vinnualdri með einhverfugreiningu. Niðurstöður sýna að ríkar kröfur eru gerðar um samskiptahæfni í atvinnuauglýsingum fyrir störf á öllum kunnáttustigum. Ríkari kröfur um samskiptahæfni birtast í auglýsingum fyrir störf sem kalla á sérfræðiþekkingu, en störf á lægri kunnáttustigum, svo sem framleiðslu- og þjónustustörf. Auk þess sem ríkari kröfur um samskiptahæfni birtast í atvinnuauglýsingum í opinbera geiranum en í einkageiranum. Niðurstöður benda einnig til þess að einhverfir einstaklingar upplifi að ríkar og óljósar kröfur um samskiptahæfni hindri virka þátttöku þeirra á vinnumarkaði. Kröfur um samskiptahæfni geta því verið kerfisbundið útilokandi fyrir atvinnuþátttöku einhverfra einstaklinga á íslenskum vinnumarkaði. Niðurstöður benda til þess að skipulagsheildir hér á landi þurfi að ígrunda betur skilgreiningu hæfniskrafna þannig að þær spegli þá raunverulegu hæfni sem tilgreind störf krefjast. En einnig til að laða ávallt að hæfasta fólkið í störfin og útiloka ekki einhverfa strax á fyrstu stigum ráðningarferla. Með vel ígrunduðum og skilgreindum hæfniskröfum í atvinnuauglýsingum og uppbyggingu fötlunarsjálfstrausts meðal stjórnenda og starfsfólks í fyrirtækjum og stofnunum má vinna markvisst gegn kerfisbundinni útilokun einhverfra í ráðningarferlum.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2025 Bjarney L. Bjarnadóttir, Arney Einarsdóttir

Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution 4.0 International License).

Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.