Fjárfestingar kvenna í íslensku atvinnulífi
Áhrifaþættir, hindranir og hvatar
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24122/tve.a.2025.22.1.4Lykilorð:
efnahagslegt sjálfstæði, fjárfestingahegðun kvenna, fjármálalæsi, hindranir í fjárfestingum, hvatar til fjárfestingaÚtdráttur
Markmið þessarar greinar er að varpa ljósi á þá þætti sem hafa áhrif á fjárfestingahegðun kvenna í íslensku atvinnulífi, einkum hindranir en einnig hvetjandi áhrifaþætti. Greinin byggir á könnun meðal 316 kvenna í Félagi kvenna í atvinnulífinu (FKA), sem flestar gegna stjórnunar- og/eða leiðtogastöðum, reka eigin fyrirtæki eða búa yfir mikilli reynslu úr atvinnulífinu. Þetta þýði hefur alla burði til að veita einstaka innsýn í hindranir sem jafnvel konur með menntun, tekjur og aðgang að upplýsingum mæta. Slíkt getur varpað ljósi á dýpri og kerfisbundnari áhrifaþætti fjárfestingahegðunar. Að því er höfundum best er kunnugt, er þetta fyrsta rannsókn sinnar tegundar á Íslandi sem beinist að fjárfestingahegðun kvenna með áhrif innan atvinnulífsins. Rannsóknarspurningarnar eru: Hvaða þættir hafa áhrif á fjárfestingaákvarðanir kvenna í íslensku atvinnulífi og hvaða hindranir standa í vegi fyrir þátttöku þeirra á fjármálamörkuðum? Niðurstöðurnar sýna að helstu hindranir sem konurnar nefna eru skortur á fjármagni, fjárhagsleg þekking og ótti við áhættu. Einnig kemur fram að félagslegir og sálfræðilegir þættir, s.s. skortur á fyrirmyndum og minni öryggistilfinning gagnvart fjárfestingum, spila hlutverk. Yngri konur í atvinnulífinu og konur með lægri tekjur eða minni menntun eru sérstaklega líklegar til að upplifa slíkar hindranir. Aftur á móti reyndust þær sem höfðu fengið fjármálafræðslu í æsku marktækt öruggari með fjárfestingaákvarðanir. Fræðilegt framlag greinarinnar felst í að sameina þverfaglegan ramma kenninga um fjármálalæsi, áhættumat og félagsmótun, og tengja við gögn úr íslenskum veruleika. Hagnýtt framlag felst í tillögum að stefnumótandi aðgerðum til að draga úr kynjamun í fjárfestingum og efla efnahagslegt sjálfstæði kvenna
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2025 Ásta Dís Óladóttir, Þóra H. Christiansen, Haukur Freyr Gylfason, Gylfi Magnússon, Haukur C. Benediktsson, Freyja Vilborg Þórarinsdóttir

Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution 4.0 International License).

Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.