Hinn íslenski fjármálastjóri: Einkenni, umhverfi og verkefni

Höfundar

  • Páll Ríkharðsson
  • Þorlákur Karlsson
  • Catherine Batt

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2015.12.1.1

Lykilorð:

Fjármálastjórar, stjórnunarreikningsskil, ICEMAC.

Útdráttur

Þessi grein byggist á rannsókn sem var gerð árið 2008 og aftur árið 2014 m.a. á einkennum og verkefnaáherslum fjármálastjóra í 300 stærstu fyrirtækjum á Íslandi. Báðar rannsóknirnar náðu yfir 60% svörun sem þykir mjög gott meðal stjórnenda. Niðurstöður eru m.a. þær að íslenskir fjármálastjórar fylgja almennt sömu þróun í áherslum og hlutverki og í öðrum löndum. Það er að segja meiri áhersla er lögð á greiningar, ákvarðanatökustuðning og innanhúsráðgjöf en bókhald og uppgjör. Af öðrum niðurstöðum ber að nefna að fleiri konur eru fjármálastjórar í íslenskum fyrirtækjum en á Norðurlöndunum, rétt undir helmingur fjármálastjóra stærri fyrirtækja hefur verið ráðinn á síðustu 5 árum og skortur er á þekkingu á mörgum aðferðum og stöðlum stjórnunarreikningsskila og innra eftirlits (management accounting).

Um höfund (biographies)

  • Páll Ríkharðsson
    Háskólinn í Reykjavík
  • Þorlákur Karlsson
    Háskólinn í Reykjavík
  • Catherine Batt
    Háskólinn í Reykjavík

Niðurhal

Útgefið

15.06.2015

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar