Endurreisn Íslands:Hvernig geta fyrirtækin byggt sig upp á ný?
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24122/tve.a.2010.7.2.3Lykilorð:
Endurskipulagning skulda, efnahagsumhverfi fyrirtækja.Útdráttur
Í ritgerðinni er lýst áhrifum óstöðugs efnahagsumhverfis á rekstur fyrirtækja hér á landi. Höfundur fullyrðir að mikilvægt sé að fyrirtækin búi við stöðugt umhverfi, hafi heilbrigða eiginfjáruppbyggingu, hóflegar skuldir, rúma lausafjárstöðu og heilbrigða stjórnun. Sá sem reki fyrirtæki þurfi að vita hver verðbólgan verði í framtíðinni; hversu hátt gengi krónunnar verði; hvert launastigið verði; hversu mikið fyrirtækið skuldi; hver eigi fyrirtækið og hver sé eftirspurn eftir vörum og þjónustu fyrirtækisins. Í raun hafi stjórnendur fyrirtækja ekki kunnað svörin við þessum spurningum á síðustu árum og enginn viti hvernig framtíðin verði. Stór hluti fyrirtækja sé með neikvætt eigið fé vegna gengisfalls krónunnar og bankar séu fyrst og fremst fjárfestingabankar sem gæti eigin hagsmuna fremur en viðskiptavina sinna. Dæmi séu um að bankarnir eigi félög að fullu og hafi rekið sjálfir í á annað ár. Höfundur leggur til aðgerðalista sem felur í sér hallalaus fjárlög 2012; markvissa stefnu um að minnka opinberar skuldir niður fyrir 60% af VLF á fimm árum; að kauphækkanir verði litlar; gjaldeyrishöft verði afnumin; lokið við samninga við Evrópusambandið og mörkuð stefna um að leggja krónuna af.Niðurhal
Útgefið
15.12.2010
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar (sérhefti)
Leyfi

Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.