Stýring gengisáhættu hjá íslenskum fyrirtækjum
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24122/tve.a.2025.22.1.3Lykilorð:
gengisáhætta, áhættustýring, gengisvarnir, rekstrarvarnir, stjórnarhættirÚtdráttur
Í greininni eru birtar niðurstöður rannsóknar á gengisáhættu, stýringu hennar og stjórnarháttum hjá íslenskum rekstrarfyrirtækjum. Rannsóknin var framkvæmd með spurningakönnun sem send var á 181 af stærstu rekstrarfyrirtækjum landsins. Svör bárust frá 69 fyrirtækjum, eða 38%, og af þeim segjast 57, eða 82,5%, standa frammi fyrir einhverri gengisáhættu. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að 10% veiking uppgjörsmyntar hefði að meðaltali 4,9% áhrif á virði fyrirtækisins hjá þeim sem telja að hún hafi veruleg áhrif. Áhættustýring fyrirtækisins minnkar þau áhrif að meðaltali í 2,7%, eða um tæpan helming, að mati svarenda. Gengisáhætta fyrirtækjanna er mest í tekjum, gjöldum og sjóðstreymi en hjá þeim sem gera upp í íslenskum krónum er gengisáhætta í skuldum einnig algeng. Um tvö af hverjum þremur fyrirtækjanna marka sér stefnu um stýringu á gengisáhættu og í um þriðjungi tilfella er stefnan samþykkt formlega af stjórn. Innan við helmingur er hins vegar með mótaðan áhættuvilja. Framkvæmd áhættustýringar er allnokkuð miðstýrð og miðstýring eykst með stærð fyrirtækja. Fjármálastjórar bera yfirleitt ábyrgð á stýringunni en hjá minni fyrirtækjum er hún oft hjá forstjóra. Fáein stór fyrirtæki eru með sérstakt starf áhættustjóra. Meginmarkmið stýringarinnar er oftast að draga úr breytileika í sjóðstreymi eða hagnaði ellegar að tryggja að sjóðstreymi haldist yfir ákveðnu lágmarki. Til að ná því markmiði eru rekstrarvarnir mun meira notaðar en fjárhagslegar varnir en um 95% fyrirtækja segjast nota rekstrarvarnir að einhverju leyti samanborið við 76% sem segjast nota fjárhagslegar varnir. Mest notuðu rekstrarvarnirnar eru innkaup í erlendum gjaldmiðlum en af fjárhagslegum vörnum eru bæði afleiður og lántökur í erlendum gjaldmiðlum notaðar af um helmingi fyrirtækjanna.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2025 Hersir Sigurgeirsson, Sigríður Benediktsdóttir

Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution 4.0 International License).

Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.