The interestes of Icelandic fishing communities in revising the fisheries management system

Authors

  • Þóroddur Bjarnason

DOI:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2012.9.2.3

Keywords:

Fisheries management, regional development, fishing communities.

Abstract

Hnignun íslenskra sjávarbyggða á sér almennar skýringar á borð við auknar kröfur um þjónustu, hækkandi menntunarstig og sérhæfðara vinnuafl og sértækar skýringar á borð við aflasamdrátt, samþjöppun og breytingar í fiskvinnslu og aukinn útflutning á ferskum fiski. Neikvæð áhrif núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis á sjávarbyggðir felast einkum í breyttu skipulagi veiða og vinnslu, samdrætti staðbundinna aflaheimilda og óvissu um framtíðina sem dregur mjög úr byggðafestu. Sé pólitískur vilji til að verja hagsmuni sjávarbyggða er nauðsynlegt að skilgreina slíkar sjávarbyggðir og hagsmuni þeirra með skýrum hætti. Sjávarbyggðir á Íslandi eru of margar og dreifðar til að útgerð geti staðið undir þeim öllum, en með eflingu stærri sjávarbyggða og klasa smærri þorpa gæti sjávarútvegur verið ein meginstoð margra atvinnusvæða um allt land. Til þess þurfa útgerðir að sjá hag sinn í eflingu útgerðarsvæða, t.d. með því að tiltekinn hluti aflaheimilda verði svæðisbundinn í stað núverandi mótvægisaðgerða. Þannig yrði kostnaður þjóðfélagsins af því að taka tillit til hagsmuna sjávarbyggða sýnilegur og leyst væri úr ætluðum fórnarskiptum milli hagkvæms rekstrar og byggðasjónarmiða án þess að leggja auknar byrðar á útgerðina. Hins vegar þarf að grípa til markvissari aðgerða ef veikburða sjávarbyggðum utan stærri atvinnusvæða eiga ekki að leggjast af.

Author Biography

  • Þóroddur Bjarnason
    University of Akureyri

Published

2012-12-15

Issue

Section

Peer reviewed articles (special issues)