Munnleg lokapróf í háskólakennslu: Kostir, áskoranir og upplifun nemenda

Höfundar

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/netla.2025/17

Lykilorð:

munnleg próf, háskólakennsla, nemendaupplifun, námsmat, prófkvíði

Útdráttur

Munnleg lokapróf eru sjaldgæf í íslensku háskólakerfi þrátt fyrir aldalanga sögu. Sumar rannsóknir benda til þess að þau bjóði upp á dýpri innsýn í þekkingu og hæfni nemenda og geti þannig endurspeglað námsárangur með öðrum hætti en hefðbundin skrifleg próf. Í þessari grein er fjallað um munnleg próf sem matsaðferð í háskólakennslu, skoðaðir bæði kostir þeirra og áskoranir. Áhersla er lögð á upplifun nemenda, streitu og prófkvíða, auk þess sem borinn er saman árangur nemenda í munnlegum og skriflegum prófum. Rannsóknin byggir á spurningakönnun sem lögð var fyrir nemendur í námskeiði í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri, þar sem munnlegt lokapróf var tekið upp í stað hefðbundins skriflegs prófs. Niðurstöður sýna að þrátt fyrir að margir nemendur upplifi kvíða tengdan munnlegum prófum, meta þeir reynsluna yfirleitt jákvæða eftir á. Upplifun nemenda af að þreyta munnlegt próf reyndist marktækt ólík eftir því hvort þeir upplifðu streitu í prófinu eða ekki. Meirihluti þátttakenda taldi að munnlegt próf krefðist dýpri skilnings og þeir hefðu þar af leiðandi undirbúið sig betur fyrir prófið. Gögnin sýna einnig að meðaleinkunnir voru hærri hjá þeim nemendum sem þreyttu munnlegt próf en hjá fyrri árgöngum sem tóku hefðbundið skriflegt próf. Rannsóknin dregur fram mikilvægi þess að styðja nemendur í gegnum nýjar matsaðferðir og að munnleg próf geti stuðlað að réttlátara námsmati. Niðurstöðurnar styðja við fyrri rannsóknir sem benda til þess að munnleg próf geti verið áhrifaríkari leið til að meta dýpri skilning en skrifleg próf og efli mikilvæga hæfni fyrir atvinnulífið.

Um höfund (biography)

  • Vera Kristín Vestmann Kristjánsdóttir, Háskólinn á Akureyri - Viðskiptadeild

    Vera Kristín Vestmann Kristjánsdóttir (verak@unak.is) er aðjúnkt við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri. Hún lauk BSc.-prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík 2003 og Master in marketing-prófi frá EADA á Spáni 2005. Kennsla hennar snýr að markaðsfræði, neytendahegðun og gæðastjórnun. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að markaðsfræði, kennslufræði, nemendaupplifun og gæðum kennslu, með áherslu á nýjar matsaðferðir og áhrif þeirra á nám og kennslu.

Niðurhal

Útgefið

2025-09-29

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar