Breytingar í átt að samskiptamiðaðri enskukennslu í íslenskum grunnskólum
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/netla.2024/16Lykilorð:
samskiptamiðuð tungumálakennsla, hæfni, grunnskólar, enska, námsmatÚtdráttur
Þessi grein kortleggur breytingar á enskukennslu í grunnskólum síðan námskrá var breytt árin 2007 og aftur 2011/2013. Megintilgangur núverandi rannsóknar er að kanna stöðu enskukennslu frá sjónarhorni starfandi kennara. Annar tilgangur rannsóknarinnar er að stuðla að þróun kennaranáms á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og bæta undirbúning enskukennara fyrir þá sem eru að hefja störf eða starfa í grunnskólum. Þegar fyrri kannanir voru framkvæmdar – stórtæk ráðuneytiskönnun árið 2005/2006 og minni eftirfylgnikönnun árið 2007 – var enskukennsla mjög undir áhrifum frá undirbúningi nemenda fyrir lokapróf, með mikla áherslu á lesskilning, ritun og málfræði. Aðalnámskrá 2011/2013 innleiddi grunnþætti menntunar og hæfniviðmið sem grundvöll kennslu og námsmats. Í megindlegri könnun, sem framkvæmd var árið 2022, söfnuðu rannsakendur svörum frá kennurum í 7. og 10. bekk um aðgengi þeirra að kennsluog námsgögnum og notkun þeirra, kennsluhætti, nálganir að námsmati, faglega þróun kennara og notkun ensku í kennslustofunni. Alls svöruðu 156 þátttakendur, en svörun var 53%. Niðurstöðurnar sýna að hefðbundnar, bókmiðaðar kennsluaðferðir eru enn ríkjandi, þó munnleg samskiptahæfni fái aukna áherslu. Menningarlæsi og námshæfni þurfa að fá verulega athygli ef uppfylla á kröfur aðalnámskrár frá 2011/2013. Notkun markmálsins (ensku) í kennslustofum ætti að aukast, þó að markviss notkun á íslensku (móðurmálinu) sé enn viðeigandi í kennslu erlendra tungumála. Að jafnaði virðist samskiptamiðuð tungumálakennsla vera að ná fótfestu
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2024 Charlotte E. Wolff, Renata Emilsson Peskova, Samúel Lefever, Susan E. Gollifer

Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution 4.0 International License).