Breytingar í átt að samskiptamiðaðri enskukennslu í íslenskum grunnskólum

Höfundar

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/netla.2024/16

Lykilorð:

samskiptamiðuð tungumálakennsla, hæfni, grunnskólar, enska, námsmat

Útdráttur

Þessi grein kortleggur breytingar á enskukennslu í grunnskólum síðan námskrá var breytt árin 2007 og aftur 2011/2013. Megintilgangur núverandi rannsóknar er að kanna stöðu enskukennslu frá sjónarhorni starfandi kennara. Annar tilgangur rannsóknarinnar er að stuðla að þróun kennaranáms á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og bæta undirbúning enskukennara fyrir þá sem eru að hefja störf eða starfa í grunnskólum. Þegar fyrri kannanir voru framkvæmdar – stórtæk ráðuneytiskönnun árið 2005/2006 og minni eftirfylgnikönnun árið 2007 – var enskukennsla mjög undir áhrifum frá undirbúningi nemenda fyrir lokapróf, með mikla áherslu á lesskilning, ritun og málfræði. Aðalnámskrá 2011/2013 innleiddi grunnþætti menntunar og hæfniviðmið sem grundvöll kennslu og námsmats. Í megindlegri könnun, sem framkvæmd var árið 2022, söfnuðu rannsakendur svörum frá kennurum í 7. og 10. bekk um aðgengi þeirra að kennsluog námsgögnum og notkun þeirra, kennsluhætti, nálganir að námsmati, faglega þróun kennara og notkun ensku í kennslustofunni. Alls svöruðu 156 þátttakendur, en svörun var 53%. Niðurstöðurnar sýna að hefðbundnar, bókmiðaðar kennsluaðferðir eru enn ríkjandi, þó munnleg samskiptahæfni fái aukna áherslu. Menningarlæsi og námshæfni þurfa að fá verulega athygli ef uppfylla á kröfur aðalnámskrár frá 2011/2013. Notkun markmálsins (ensku) í kennslustofum ætti að aukast, þó að markviss notkun á íslensku (móðurmálinu) sé enn viðeigandi í kennslu erlendra tungumála. Að jafnaði virðist samskiptamiðuð tungumálakennsla vera að ná fótfestu

Um höfund (biographies)

  • Charlotte E. Wolff, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

    Charlotte E. Wolff (cwo@hi.is) er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún hefur þverfaglegan bakgrunn í hagnýtum málvísindum, mannfræði og menntasálfræði. Hún undirbýr kennaranema undir að takast á við faglegar áskoranir tungumálakennslu í síbreytilegu samhengi. Rannsóknir hennar á skilningi kennara og þróun sérfræðiþekkingar kennara fela í sér samstarf við fjölbreytt net rannsakenda, kennara og starfandi kennara

  • Renata Emilsson Peskova, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

    Renata Emilsson Peskova (renata@hi.is) starfar sem lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Núverandi rannsókn hennar Fjöltyngdar kennsluaðferðir í fjölbreyttum bekkjum kannar hvernig nemendur og kennarar geta byggt á tungumálaforða sínum til að efla nám og kennslu þeirra. Aðrar rannsóknir Renötu snúast um fjöltyngi, tungumálastefnur, móðurmálsnám og tungumálasjálfsmyndir.

  • Samúel Lefever, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

    Samúel Lefever (samuel@hi.is) er dósent og kennir kennslufræði erlendra tungumála á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hann lauk M.A.-gráðu frá Háskólanum í Kansas í uppeldis- og menntunarfræði með kennslufræði annars máls sem sérsvið árið 1993. Hann hefur rannsakað enskukunnáttu barna á Íslandi og enskukennslu og -nám á grunn- og framhaldsskólastigi. Hann vinnur nú að rannsóknum á málnotkun og þátttöku nemenda af erlendum uppruna í íslenskum skólum og samfélagi.

  • Susan E. Gollifer, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

    Susan E. Gollifer (sueg@hi.is) er lektor í alþjóðlegum menntunarfræðum við Háskóla Íslands. Hún er með doktorspróf í mannréttindamenntunarfræðum. Rannsóknaráherslur hennar eru umbreytandi kennslufræði til að þróa félagslega og vistfræðilega vellíðan; kennaramenntun félagslegs réttlætis; og alþjóðavæðing háskólanáms í samhengi við aukna fjölbreytni nemenda.

Niðurhal

Útgefið

2024-12-09

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)