„Kennarar eru gerðir ábyrgir fyrir hverju sem er“
Áskoranir og tækifæri fyrir litháíska kennara á 21. öld
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/netla.2023/19Lykilorð:
Litháen, Nýfrjálshyggja, kyngervi, kennarastarfiðÚtdráttur
Í greininni er sjónum beint að áskorunum og erfiðleikum sem litháískir kennarar í neðri bekkjum grunnskóla standa frammi fyrir. Einnig er skoðað hvernig menntaumbætur sem innleiddar hafa verið síðan Litháen varð sjálfstætt frá Sovétríkjunum hafa haft áhrif á kennara og hvaða kynjuðu afleiðingar þær hafa haft fyrir kennarastéttina. Stuðst var við tvenns konar kenningaramma; sjónarmið gagnrýnin á nýfrjálshyggju og femínískt sjónarhorn þar sem horft er á kvenvæðingu grunnskólakennslu í Litháen. Tekin voru viðtöl, augliti til auglitis, við litháíska kennara sem höfðu 25 til 45 ára starfsreynslu. Niðurstöður gefa til kynna að starf kennara hafi orðið strembnara og áhersla hafi verið lögð á ábyrgðarskyldu og frammistöðu. Þá kom fram að kennarar þyrftu að leggjast í markaðssókn í eigin persónu til að fá nemendur og að kennarastarfið væri ótryggara en áður var. Þessu tengt er að niðurstöðurnar gefa til kynna að launin laði ekki að starfinu en engu að síður þótti viðmælendum starfið vera ánægjulegt og merkingarbært. Glöggt kom fram að grunnskólakennsla í neðri bekkjum þykir vera kvennastarf og að um það gildi djúpstæð kynjuð viðhorf. Ofangreint bendir til þess að nýfrjálshyggjan hafi haft neikvæð áhrif á litháíska kennara og að starf þeirra sem fagfólks sé dregið í efa. Niðurstöðurnar undirstrika þörfina á að gagnrýna hversu útbreidd nýfrjálshyggjusjónarmið eru í menntun til að kennarar geti eflt faglegt sjálfstæði.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2024 Karolina Kuncevičiūtė, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution 4.0 International License).