Á tilnefningarnefnd að vera undirnefnd stjórnar eða hluthafa? Skoðanir ólíkra hagaðila.
DOI:
https://doi.org/10.24122/tve.a.2021.18.1.4Lykilorð:
Tilnefningarnefndir, stjórnarhættir, undirnefndir, Ísland, Norðurlönd.Útdráttur
Tilnefningarnefndir eru tiltölulega nýjar sem þáttur í stjórnarháttum fyrirtækja á Íslandi, en slík nefnd var fyrst sett á laggirnar árið 2014. Frá þeim tíma hafa slíkar nefndir verið að ryðja sér til rúms á Íslandi en þær eiga sér lengri sögu erlendis. Meirihluti skráðra fyrirtækja á Íslandi hefur í dag stofnað tilnefningarnefndir, en það eru þó skiptar skoðanir um ágæti nefndanna bæði meðal fræðimanna og stjórnenda. Innan Norðurlandanna starfa tilnefningarnefndir ólíkt hvað stjórnarhætti viðkemur, þar sem þær heyra ýmist beint undir hluthafa eða eru skipaðar sem undirnefndir stjórna. Hér er um að ræða mikilvægan mun eftir því hvor leiðin er farin, því áhrif á meðal annars gagnsæi í starfi nefndanna, valferli vegna nýrra stjórnarmanna og upplýsingagjöf til hluthafa, getur verið ólík eftir því hvor leiðin er valin. Erlendar rannsóknir á starf tilnefningarnefnda sýna að tilvist þeirra getur haft jákvæð áhrif á stjórnarhætti, fyrst og fremst þannig að starf þeirra leiði til skilvirks ferlis við val stjórnarmanna. Íslenskar tilnefningarnefndir hafa enn sem komið er lítið verið rannsakaðar. Þessi rannsókn leitast við að varpa ljósi á skoðanir hagaðila um það hvort tilnefningarnefndir á Íslandi eigi að vera undirnefndir stjórna eða heyra beint undir hluthafa. Blandaðri rannsóknaraðferð er beitt, annars vegar með viðtölum við hluthafa, stjórnarmenn í skráðum fyrirtækjum og nefndarmenn tilnefningarnefnda. Hins vegar er stuðst við niðurstöður könnunar sem send var til hluthafa, stjórnarmanna og tilnefningarnefndarmanna meðal 300 stærstu fyrirtækja á Íslandi. Niðurstöður sýna að hagaðilar telja að tilnefningarnefndir á Íslandi eiga frekar að heyra undir hluthafa en stjórn og þær eiga að vera kosnar af hluthöfum á hluthafafundum. Niðurstöðurnar gagnast hluthöfum og stjórnum fyrirtækja þegar kemur að stofnun og ákvörðun um skipulag í starfi tilnefningarnefnda.Niðurhal
Útgefið
25.08.2021
Hvernig skal vitna í
Magnúsdóttir, H., Arnardóttir, A. A., & Sigurjónsson, Þröstur O. (2021). Á tilnefningarnefnd að vera undirnefnd stjórnar eða hluthafa? Skoðanir ólíkra hagaðila. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 18(1), 67–88. https://doi.org/10.24122/tve.a.2021.18.1.4
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi

Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.