Sjávarútvegur, karllæg atvinnugrein „þeir hefðu ekki gúdderað einhverja stelpugálu – nema af því að ég var tengd“
DOI:
https://doi.org/10.24122/tve.a.2018.15.2.1Lykilorð:
Sjávarútvegur, staðalímyndir, tengsl, stjórnarseta, Ísland.Útdráttur
Mikið hefur verið ritað um stöðu kvenna í atvinnulífinu og um jafnrétti kynjanna í mismunandi atvinnugreinum. Afar fáar rannsóknir eru þó til á stöðu kvenna í stjórnum fyrirtækja í sjávarútvegi, sem er ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar. Þessi grein byggir á niðurstöðum rannsóknar á upplifun kvenna sem sitja í stjórnum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja en þær eru ekki margar og nokkrar sitja í fleiri en einni stjórn. Meginniðurstöður sýna að þær sem þó sitja í stjórnum sjávarútvegsfyrirtækja eru almennt ánægðar með stöðu sína innan greinarinnar, þrátt fyrir að sjávarútvegur sé talinn vera afar karllægur heimur. Viðtöl voru tekin við níu konur sem sitja í stjórnum sjávarútvegsfyrirtækja og leitast við að varpa ljósi á hlutskipti þeirra og hvernig upplifun þeirra er af atvinnugreininni og hvað mætti betur fara. Notast var við eigindlega aðferðafræði og voru viðtölin afrituð og greind niður í þemu og kóða. Niðurstöðurnar styðja vissar hugmyndir sem höfundar höfðu í upphafi og sýna þær að sjávarútvegurinn á sér sterka sögu og hefðir sem ef til vill er erfitt að breyta, en alls ekki ómögulegt. Konur eru að ryðja sér til rúms innan greinarinnar en kynjabundnar staðalímyndir eru afar sterkar í sjávarútvegi og störf karla innan atvinnugreinarinnar hafa almennt notið mun meiri virðingar en störf kvenna. Þó skynja viðmælendur ekki neinar neikvæðar raddir frá hinu kyninu þó að það hafi tekið einhvern tíma að koma sér inn í atvinnugreinina og þær finna ekki annað en að á þær sé hlustað og að rödd þeirra hafi hljómgrunn til jafns á við karlana.Niðurhal
Útgefið
18.12.2018
Hvernig skal vitna í
Óladóttir, Ásta D., & Pétursdóttir, G. (2018). Sjávarútvegur, karllæg atvinnugrein „þeir hefðu ekki gúdderað einhverja stelpugálu – nema af því að ég var tengd“. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 15(2), 1–20. https://doi.org/10.24122/tve.a.2018.15.2.1
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi

Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.