Upplifun stjórnarmanna í íslenskum fyrirtækjum á væntingum haghafa um sjálfbærni fyrirtækja

Höfundar

  • Erlingur Einarsson
  • Margrét Sigrún Sigurðardóttir

DOI:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2024.21.2.8

Lykilorð:

Sjálfbærni; stjórnarhættir; haghafar; stofnana einsleitnikraftar.

Útdráttur

Rannsóknin fjallar um hvernig stjórnir íslenskra fyrirtækja nálgast umhverfismál og sjálfbærni í ljósi einsleits þrýstings frá haghöfum og regluverki. Íslensk fyrirtæki hafa í auknum mæli þurft að aðlaga stefnu sína að nýjum kröfum og væntingum, bæði frá innlendum og alþjóðlegum aðilum. Með því að beita stofnanakenningum með áherslu á lögmæti og einsleitniþrýsting og kenningu um haghafa í greiningu á viðbrögðum fyrirtækja við aukinni áherslu á umhverfismál og sjálfbærni, má greina hvaða þættir það eru sem hafa áhrif í átt að aukinni ábyrgð fyrirtækja í málaflokknum. Eigindleg viðtöl voru tekin við níu stjórnarmeðlimi með víðtæka reynslu af stjórnarsetu í fyrirtækjum í ólíkum atvinnugreinum. Stjórnir fyrirtækja eru fulltrúar hluthafa, þær ákvarða stefnu fyrirtækja en bera jafnframt ábyrgð á því að fyrirtæki séu rekin í samræmi við lög og reglur. Markmið hálfopinna viðtala var að varpa ljósi á upplifun þeirra af umfjöllun og ábyrgð stjórna í málaflokknum. Niðurstöður sýna að viðhorf stjórnarmeðlima og aðgerðir fyrirtækja í umhverfismálum eru misjöfn. Viðmælendur upplifðu aukna samfélaglega áherslu í umhverfismálum en sú áhersla hafði þó ekki bein áhrif á fyrirtækin. Þessar niðurstöður benda til þess að þörf fyrirtækja fyrir lögmæti í umhverfismálum sé ekki brýn og því séu áhrif stöðlunar og hermunar þrýstings lítil. Samfélagslegur þrýstingur, einkum frá starfsfólki og neytendum, var lítill, en þrýstingur frá haghöfum birtist aðallega í formi krafna frá haghöfum sem fyrirtæki eru fjárhagslega háð. Þrýstingur frá virðiskeðjunni og fjárfestum má að einhverju leyti rekja til þvingandi þrýstings frá lögum og reglugerðum sérstaklega. Rannsóknin dregur fram mikilvægi þess að stjórnir séu meðvitaðar um fjölbreyttar væntingar frá haghöfum og að fyrirtæki axli raunverulega ábyrgð á umhverfisáhrifum sínum til að viðhalda samkeppnishæfni og lögmæti í alþjóðlegu samhengi.

Um höfund (biographies)

Erlingur Einarsson

Hótelstjóri hjá Íslandshótelum.

Margrét Sigrún Sigurðardóttir

Prófessor við Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

19.12.2024

Hvernig skal vitna í

Einarsson, E., & Sigurðardóttir, M. S. (2024). Upplifun stjórnarmanna í íslenskum fyrirtækjum á væntingum haghafa um sjálfbærni fyrirtækja. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 21(2), 139–158. https://doi.org/10.24122/tve.a.2024.21.2.8

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Svipaðar greinar

1 2 3 4 5 6 7 > >> 

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.