Sjálfbærnireikningsskil fyrirtækja og áhrif á störf stjórna

Höfundar

  • Heiða Óskarsdóttir
  • Þröstur Olaf Sigurjónsson
  • Runólfur Smári Steinþórsson

DOI:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2024.21.2.7

Lykilorð:

Stjórnarhættir fyrirtækja; sjálfbærniupplýsingagjöf; lög og reglur; leiðbeiningar um stjórnarhætti.

Útdráttur

Stöðluð og samræmd sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja gegnir lykilhlutverki í stefnumörkun Evrópusambandsins í málefnum sjálfbærni. Stefna Evrópusambandsins er skýr. Af því leiðir að mikill áhugi er til staðar á því að vita hvort og þá hvaða skyldur verða lagðar á herðar fyrirtækjum og stjórnum þeirra. Hér fer rannsókn um það hvaða áhrif tilskipun um sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja (CSRD) muni hafa á störf stjórna þeirra íslensku fyrirtækja sem falla undir gildissvið hennar. Jafnframt er skoðað hvort áhrifa tilskipunarinnar sé farið að gæta í leiðbeiningum Norðurlandanna um stjórnarhætti. Niðurstöður sýna að CSRD-tilskipunin hefur ekki að geyma bein fyrirmæli um störf stjórna, önnur en þau að stjórn ber ábyrgð á gerð, skilum og birtingu ársreiknings sem hefur að geyma sjálfbærniupplýsingar í skýrslu stjórnar. Tilskipunin skyldar hvorki fyrirtæki né stjórnir þeirra til athafna í málefnum sjálfbærni. Eingöngu þarf að greina frá því sem gert er. Aukin upplýsingagjöf um málefni sjálfbærni hefur þrátt fyrir það þau óbeinu áhrif að meiri þungi leggst á stefnumótunar- og eftirlitshlutverk stjórna og þar af leiðandi ábyrgð þeirra. Tryggja þarf heilindi sjálfbærniupplýsinga og taka upplýsta ákvörðun um það hvort og þá með hvaða hætti samþætta á sjálfbærni við stefnu og viðskiptalíkan fyrirtækis. Áhrifa tilskipunarinnar og sjálfbærnilöggjafar Evrópusambandsins í heild er farið að gæta í leiðbeiningum um stjórnarhætti á Norðurlöndunum. Í sænsku og dönsku leiðbeiningunum eru lagðar beinar skyldur á stjórnir í málefnum sjálfbærni, ekki einungis hvað varðar upplýsingagjöf, heldur einnig greiningu áhættu og tækifæra, stefnumótun og að tryggja skilvirka áhættustýringu og innra eftirlit. Í norsku leiðbeiningunum gætir að hluta til aukinnar áherslu á sjálfbærni. Íslensku og finnsku leiðbeiningarnar standa hinum langt að baki þegar kemur að því að veita stjórnum fyrirtækja leiðbeiningar hvernig þær eigi að rækja hlutverk sitt í málefnum sjálfbærni.

Um höfund (biographies)

Heiða Óskarsdóttir

Lögmaður.

Þröstur Olaf Sigurjónsson

Prófessor við Háskóla Íslands.

Runólfur Smári Steinþórsson

Prófessor við Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

19.12.2024

Hvernig skal vitna í

Óskarsdóttir, H., Sigurjónsson, Þröstur O., & Steinþórsson, R. S. (2024). Sjálfbærnireikningsskil fyrirtækja og áhrif á störf stjórna. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 21(2), 119–138. https://doi.org/10.24122/tve.a.2024.21.2.7

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)

1 2 > >> 

Svipaðar greinar

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 > >> 

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.