Nýsköpun í opinbera geiranum – svæðisbundinn munur á höfuðborg og landsbyggð

Höfundar

  • Daði Már Steinsson
  • Hannes Ottósson
  • Magnús Þór Torfason

DOI:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2024.21.2.3

Lykilorð:

Opinber nýsköpun; svæðisbundin nýsköpun; jaðarsvæði.

Útdráttur

Gjarna er horft til frumkvöðlastarfsemi og nýsköpunar í einkageiranum í samhengi við þátt nýsköpunar í auknum lífsgæðum. Slík nýsköpun er vissulega mikilvæg, en ekki er síður nauðsynlegt að sá hluti hagkerfisins sem tilheyrir hinu opinbera þróist í takt við nýja tíma. Í þessari grein er til rannsóknar nýsköpun í opinbera geiranum á Íslandi, nánar tiltekið nýsköpun hjá ríkisstofnunum og hjá vinnustöðum á sveitarfélagastiginu. Fræðileg nálgun rannsóknarinnar byggir á kenningum um svæðisbundna nýsköpun og var gagna aflað með ítarlegri könnun sem fram fór meðal opinberra vinnustaða um allt land, bæði hjá ríki og sveitarfélögunum. Í rannsókninni er aðhvarfsgreiningu og myndrænni framsetningu beitt til að bera saman umfang og áherslur opinberrar nýsköpunar á Íslandi eftir landsvæðum og leggja mat á hvernig hún fellur að fræðilegum kenningum um svæðisbundna nýsköpun. Niðurstöður rannsóknarinnar eru að nýsköpun sé minni á hinum landfræðilega jaðri, þ.e. utan höfuðborgarsvæðisins, og eru þær niðurstöður í samræmi við hefðbundnar kenningar um svæðisbundna nýsköpun. En einnig kemur fram í gögnunum að þessi munur er minni þegar kemur að vinnustöðum á sveitarfélagastiginu heldur en hjá ríkisstofnunum, sem fellur að nokkru leyti að nýrri kenningum um nýsköpun á jaðrinum. Þær kenningar leggja áherslu á að margar leiðir eru til að skilgreina samhengið milli kjarna og jaðars, svo sem tengslanet og skipulagsleg atriði. Við skoðum einnig hvaða hvatar liggja að baki nýsköpunarverkefnum og hvaða virði þau eru talin hafa skilað, bæði á höfuðborgarsvæðinu og utan þess.

Um höfund (biographies)

Daði Már Steinsson

Sérfræðingur í hliðartekjum hjá Fly Play ehf.

Hannes Ottósson

Lektor við Háskóla Íslands.

Magnús Þór Torfason

Prófessor við Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

19.12.2024

Hvernig skal vitna í

Steinsson, D. M., Ottósson, H., & Torfason, M. Þór. (2024). Nýsköpun í opinbera geiranum – svæðisbundinn munur á höfuðborg og landsbyggð. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 21(2), 51–70. https://doi.org/10.24122/tve.a.2024.21.2.3

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)

Svipaðar greinar

1 2 3 4 5 6 > >> 

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.