Stærðarhagkvæmni í rekstri íslenskra sveitarfélaga greind eftir málaflokkum þeirra
DOI:
https://doi.org/10.24122/tve.a.2024.21.2.1Lykilorð:
Stærðarhagkvæmni; sveitarfélög; rekstrarkostnaður.Útdráttur
Almennt er talið að stærðarhagkvæmni ríki í rekstri sveitarfélaga líkt og kenningar hagfræðinnar gera ráð fyrir að gildi um rekstur fyrirtækja og ýmissa annarra skipulagsheilda. Það þýðir að kostnaður við að veita tiltekna þjónustu á hvern íbúa lækki eftir því sem fleiri aðilar njóti hennar og því sé ódýrara að veita hana í einu 10.000 íbúa sveitarfélagi en í tíu 1.000 íbúa sveitarfélögum. Hingað til hafa menn gefið sér að þetta gildi en þetta er t.d. forsenda fyrir því að sameiningar sveitarfélaga gætu skilað sér í lægri kostnaði þeirra, sköttum og þjónustugjöldum eða betri þjónustu. Gögn Sambands íslenskra sveitarfélaga voru nýtt til að meta stærðarhagkvæmni í rekstri allra málaflokka þeirra. Slík rannsókn var framkvæmd árið 2010 með misvísandi niðurstöðum. Frumniðurstöður á miklu stærra gagnasafni benda til þess að stærðarhagkvæmni sé að finna í flestum málaflokkum sveitarfélaga. Gagnasafnið nær til allra íslenskra sveitarfélaga árin 2004-2022 og er því góður grunnur að byggja á.
Niðurhal
Útgefið
Hvernig skal vitna í
Tölublað
Kafli
Leyfi

Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).

Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.