Upplýsingar til höfunda

Greinarnar skulu byggja á viðurkenndum fræðilegum grunni og fela í sér framlag til þekkingar á viðskipta- og efnahagsmálum.

Ritstjóri er fyrsti umsagnaraðili um innsendar greinar og velur ritrýnendur sjálfur eða í samráði við ritstjórn. Þær skulu sendar til: kps@hi.is.

Birting í opnum aðgangi í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál er höfundum að kostnaðarlausu.


Fræðilegar kröfur og frágangur

Höfundar bera ábyrgð á því að kynna niðurstöður rannsókna sinna af heiðarleika og á þann máta sem að vísindasamfélagið gerir kröfu um.

Greinar eru yfirleitt 10-25 blaðsíður að lengd. Tæknileg greining þarf að vera studd með læsilegri umfjöllun. Tekið er á móti greinum á íslensku og ensku. Íslenskum greinum þarf að fylgja enskur titill, ágrip og lykilorð.

Kröfur eru gerðar um frágang og uppsetningu og að greinum sé skilað inn í þar til gerðu sniðmáti. Ritstjórn tekur aðeins við greinum til birtingar sem eru fullfrágengnar og óaðfinnanlega uppsettar og greinar skulu vera prófarkalesnar fyrir lokaskil. Vefstjóri, Haukur Arnþórsson, haukura@haukura.is veitir hins vegar aðstoð við lokafrágang fyrir birtingu ef þess gerist þörf.

Öllum greinum á að fylgja JEL flokkunarnúmer, eitt eða fleiri eftir atvikum. Upplýsingar um JEL-flokkun er að finna á vefslóðinni: https://www.aeaweb.org/econlit/jelCodes.php?view=jel

Um frágang heimilda skal vísað til APA-staðalsins en ítarlegar leiðbeiningar um hann er að finna hér.

Höfundar eru hvattir til þess að kynna sér reglur fyrir ritrýna.