Stuðningur við umönnunarábyrgð karla í völdum fjármála- og orkufyrirtækjum á Íslandi og í Noregi
Útdráttur
Í greininni er fjallað um hvernig fjögur fyrirtæki á Íslandi og í Noregi styðja við umönnunarábyrgð karlkyns starfsmanna. Niðurstöður byggja á viðtölum við mannauðsstjóra, karlkyns starfsmenn og maka starfsmanna eins fjármálafyrirtækis og eins orkufyrirtækis í hvoru landi. Sveigjanlegur vinnutími og möguleiki á að vinna heima reyndust mikilvæg stuðningsúrræði og sömuleiðis skapaði stytting vinnutímans starfsmönnum aukin tækifæri til að samræma vinnu og umönnun barna. Stuðningur yfirmanna þótti skipta miklu máli sem og að stjórnendur færu fram með góðu fordæmi, svo sem með því að nýta sjálfir fæðingarorlof eða hætta snemma í vinnu til að sækja barn í leikskóla eða skóla. Sveigjanleikanum fylgdu þó líka gallar. Stundum þurfti að sinna verkefnum eftir að hefðbundnum vinnudegi lauk og oft voru mörkin milli vinnu og einkalífs óskýr. Sumir upplifðu mikið verkefnaálag og viljinn til að sanna sig í vinnu vann gegn markmiðum stjórnenda um að skapa fjölskylduvænt vinnuumhverfi. Þá þótti tekjuskerðing í fæðingarorlofi hindra karlkyns starfsmenn í að nýta lengra fæðingarorlof. Rannsóknin undirstrikar mikilvægi þess að fyrirtæki setji fram mælanleg markmið um hvernig skuli auðvelda starfsfólki að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð. Einnig er mikilvægt að stjórnendur hvetji starfsfólk til að ræða erfiðleika við að samþætta vinnu og einkalíf.
Efnisorð
Umönnun; Norðurlönd; fjölskyldustefna fyrirtækja; opinber fjölskyldustefna.
Heildartexti:
PDFJEL
I31; I38; M10; M12.
DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2022.19.2.5
Baktilvísanir
- Engar baktilvísanir
Útgefendur eru Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands.
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.
Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.