Notkun Agile á Íslandi

Edda Ýr Georgsdóttir Aspelund, Sara Sturludóttir, Magnús Þór Torfason

Útdráttur


Hér er til skoðunar notkun forskrifta sem kenndar eru við Agile. Markmið rannsóknarinnar sem hér er kynnt var að skoða Agile út frá upplifun starfsfólks og byggir rannsóknin á eigindlegri rannsóknaraðferð. Gagnaöflun fór fram með viðtölum við 25 starfsmenn nýskapandi hugbúnaðarfyrirtækja hjá samtals 10 fyrirtækjum. Til að fá sem best yfirlit yfir notkun Agile hér á landi var áhersla lögð á að skoða fyrirtæki með ólíkan starfsmannafjölda, allt frá sprotafyrirtækjum yfir í stór rótgróin fyrirtæki. Niðurstöður leiddu í ljós að enginn viðmælandi taldi sitt teymi starfa eftir einni skilgreindri Agile forskrift, heldur aðlöguðu fyrirtækin Agile ferla að eigin aðstæðum og stærð fyrirtækis. Þær forskriftir sem fyrirtækin notuðust við áttu þó margt sameiginlegt með þeim Agile forskriftum sem kenndar eru við Scrum og Kanban. Niðurstöðurnar vörpuðu einnig ljósi á mannlega þætti í útfærslu á Agile forskriftum og gáfu til kynna að helstu kostir við notkun á Agile væru aukin samskipti bæði innan teymis og við notendur ásamt auknum sveigjanleika. Þó komu einnig í ljós áskoranir við að starfa eftir Agile aðferðafræði. Ferlarnir þóttu auka gæði og sveigjanleika við þróun nýrra lausna í krefjandi umhverfi nýsköpunar sem leiddu til tíðra breytinga sem viðmælendur upplifðu sem andlega áskorun, jafnvel þótt Agile ferlar reyndust gagnlegir til að takmarka áhrif óvissu á vöruna sjálfa. Niðurstöður rannsóknarinnar varpa ljósi á mikilvægi þess að þekkja þessar áskoranir og gætu nýst til draga úr áhrifum þeirra með aukinni þekkingu.

Efnisorð


Agile; verkefnastjórnun; samskipti.

Heildartexti:

PDF

JEL


O32.


DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2022.19.2.4

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


Útgefendur eru Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands.

Creative Commons License
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.