Eigendastefna opinbers fyrirtækis og ábyrgt eignarhald

Guðrún Erla Jónsdóttir, Runólfur Smári Steinþórsson, Þröstur Olaf Sigurjónsson

Útdráttur


Eigendastefna fyrirtækja og stofnana hefur fengið aukið vægi í kjölfar hrunsins árið 2008. Íslensk stjórnvöld settu fyrst fram eigendastefnu fyrir félög í eigu ríkisins árið 2009. Tilgangurinn var sá að stuðla að því að félög í þeirra eigu væru starfrækt með faglegum og gagnsæjum hætti. Þannig gæti almennt traust ríkt á stjórnun og starfsemi þeirra. Grundvöllur eigendahlutverksins byggist á almennum leiðbeiningum um góða stjórnarhætti fyrirtækja auk almennra viðmiða um hlutverk og skyldur eigenda. Vaxandi umfjöllun hefur verið síðastliðin ár um góða stjórnarhætti. Samt sem áður er lítið um heimildir, hér á landi og víðar, um tilgang eigendastefnu. Í þessari grein er farið yfir fræðilegar undirstöður eigendastefnu sem felur í sér virkt og ábyrgt eignarhald og samstillingu eigendahlutverks. Skoðað er hvort og þá hvernig eigendastefna fellur að stjórnarháttum sem fræðigrein. Niðurstöður byggjast á eigindlegri rannsókn um virkt eignarhald, hluthafavirkni og ábyrgt eignarhald. Raundæmisrannsókn var gerð á eigendastefnu tiltekins fyrirtækis, Orkuveitu Reykjavíkur, sem er í eigu þriggja sveitarfélaga. Niðurstöður rannsóknarinnar styðja við fræðilega undirstöðu eigendastefnu og varpa ljósi á hugtakið. Færð eru rök fyrir því að takmörkun á ákvarðanatöku stjórna geti verið litin jákvæðum augum af hagaðilum enda sé verkaskiptingin skýr milli eigenda og stjórnar. Rannsóknin leiðir í ljós jákvæð áhrif eigendastefnu á ákvarðanatöku stjórna. Eigendastefna styrkir ábyrgt eignarhald sem stuðlar að því að eigendur leggja aukna áherslu á meira en fjárhagslegan árangur í átt að aukinni sjálfbærni og samfélagslegrar ábyrgðar.

Efnisorð


Eigendastefna; ákvarðanataka stjórna; ábyrgt eignarhald; virkt eignarhald; sjálfbærni.

Heildartexti:

PDF

JEL


L1; L2; G32; M14.


DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2022.19.2.3

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


Útgefendur eru Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands.

Creative Commons License
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.