Þjóðleg fjölbreytni í stjórnun íslenskra hlutafélaga
Útdráttur
Þjóðleg fjölbreytni stjórna hlutafélaga og einkahlutafélaga hefur lítið verið rannsökuð erlendis og ekkert hérlendis og niðurstöður um áhrif hennar á rekstur fyrirtækja eru nokkuð misvísandi. Þær takmörkuðu rannsóknir sem fyrir liggja á fjölbreytni stjórna hérlendis hafa einkum horft til kynjaskiptingar en ekki þjóðernis. Íslenskur vinnumarkaður hefur orðið sífellt fjölbreyttari hvað varðar þjóðerni starfsmanna undanfarna áratugi, allt frá EES samningnum. Það á sér augljósar hagrænar skýringar sem raktar eru í greininni. Hins vegar endurspegla félagsstjórnir íslenskra hlutafélaga illa þennan nýja veruleika. Innflytjendur eiga enn sæti í mjög fáum félagsstjórnum þótt þeim hafi fjölgað ört hlutfallslega undanfarin ár. Talsverður munur er á milli atvinnugreina hvað varðar fjölda erlendra stjórnarmanna og þeir skiptast einnig misjafnlega á greinar eftir þjóðerni. Skýringar þessa liggja ekki fyrir með vissu en endurspegla þó að nokkru marki skiptingu innflytjenda á starfsgreinar.
Efnisorð
Þjóðleg fjölbreytni; stjórnir fyrirtækja; innflytjendur.
Heildartexti:
PDFJEL
F22; M12; M16.
DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2022.19.1.2
Baktilvísanir
- Engar baktilvísanir
Útgefendur eru Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands.
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.
Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.