Íslenska Phillipskúrfan: Stöðugleiki 1991–2018

Óskar Helgi Þorleifsson

Útdráttur


Í þessari grein er lagt mat á halla íslenskrar Phillipskúrfu og stöðugleiki sambandsins kannaður á tímabilinu 1991–2018. Umtalsverðar breytingar urðu á umhverfi verðbólguþróunar á tímabilinu. Þá má nefna að Seðlabanki Íslands öðlaðist sjálfstæði frá pólitískum afskiptum, verðbólgumarkmið hefur verið innleitt og breyting varð á fyrirkomulagi gengismála árið 2001. Í kjölfar bankahrunsins komu svo til sögunnar takmarkanir á fjármagnshreyfingum sem auðvelduðu miðlun peningastefnu og síðar velgengni við að halda verðbólgu í samræmi við markmið.
Fyrir tímabilið í heild finnst virkt Phillipssamband, sem frekar ber einkenni hröðunar-Phillipskúrfu: Sambandi slaka á vinnumarkaði og aukinnar verðbólgu. Á tímabilinu eftir efnahagshrunið minnkar fylgni verðbólgu við verðbólgu síðasta árs. Sambandið færist þá í áttina að því að lýsa tengslum milli slaka á vinnumarkaði og verðbólgustigs. Þetta hefur í för með sér að uppsveiflu þarf ekki endilega að fylgja niðursveifla jafnvel þótt stefnt sé að stöðugu verðbólgustigi til lengdar. Ekki voru afgerandi vísbendingar um flatari Phillipskúrfu á tímabilinu.

Efnisorð


Verðbólga; atvinnuleysi; Phillipskúrfa.

Heildartexti:

PDF

JEL


E24; E31.


DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2021.18.1.6

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


Útgefendur eru Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands.

Creative Commons License
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.