Menningaraðlögun erlends vinnuafls frá Póllandi: Ísland sem áfangastaður

Gunnar Óskarsson, Sabit Veselaj

Útdráttur


Í byrjun þessarar aldar tók lýðfræðileg samsetning íbúa á Íslandi töluverðum breytingum með auknum fjölda innflytjenda, einkum frá Póllandi. Þessi breyting féll vel að uppsveiflu í efnahagslífinu á Íslandi, því til að mæta auknum þörfum um vinnuafl þurfti í vaxandi mæli að sækja starfskrafta erlendis frá. Að sama skapi opnuðust tækifæri fyrir Pólverja að velja Ísland sem áfangastað, en vegna aukins frjálsræðis stóðu þeir í vaxandi mæli í búferlaflutningum. Markmið þessarar rannsóknar er að öðlast innsýn í umfang pólskra innflytjenda á Íslandi og þætti sem hafa áhrif á aðlögun þeirra að íslensku samfélagi og vinnumarkaði. Á grundvelli heimildarýni var sérstök áhersla lögð á að skoða ástæður þess að innflytjendur yfirgefa heimaland sitt, heildaraðlögun þeirra og mikilvægustu þætti í aðlögunarferlinu. Í rannsókninni var annars vegar stuðst við opinber gagnasöfn um erlent vinnuafl á Íslandi og helstu löndum þar sem brottfluttir Pólverjar eru búsettir. Hins vegar var framkvæmd könnun meðal 405 pólskra starfsmanna á Íslandi árið 2010 og fengust 230 svör. Niðurstöðurnar sýndu að færni í íslensku höfðu mest forspárgildi um menningaraðlögun pólskra innflytjenda og eini þátturinn sem sýndi marktæk áhrif á samskiptaaðlögun og mest áhrif á heildaraðlögun. Auk þess hafði áætluð dvöl á Íslandi forspárgildi á starfsaðlögun, lífskjaraaðlögun og heildaraðlögun, en ekki á samskiptaaðlögun. Kyn hafði áhrif á starfaðlögun og lífskjaraaðlögun, en konur náðu betri árangri í báðum tilvikum. Loks höfðu mánaðarlaun forsagnargildi um starfsaðlögun.

Efnisorð


Innflytjendur; pólskir innflytjendur; menningaraðlögun; fjölmenning; erlent vinnuafl.

Heildartexti:

PDF

JEL


M14; M51; M54.


DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2019.16.1.6

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


Útgefendur eru Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands.

Creative Commons License
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.