Útvistun verkefna á sviði mannauðsmála á Norðurlöndum
Útdráttur
Markmið greinarinnar er að bera saman umfang útvistunar á sviði mannauðsmála meðal fyrirtækja og stofnana í Danmörku, Finnlandi, Íslandi og Svíþjóð. Varpað er ljósi á umfang útvistunar á kjarnaverkefnum og umsýslu- og rekstrarverkefnum. Umfangið er borið saman milli landanna fjögurra og það greint á Norðurlöndum í heild eftir þremur meginatvinnugreinum. Gagna var aflað meðal forsvarsmanna mannauðsmála í alls 797 fyrirtækjum og stofnunum í löndunum fjórum. Niðurstöður sýna að norræn fyrirtæki og stofnanir útvista í meiri mæli rekstrar- og umsýsluverkefnum á sviði mannauðsmála en faglegum kjarnaverkefnum. Íslensk fyrirtæki útvista almennt í minni mæli en skipulagsheildir í samanburðarlöndunum. Algengast er að verkefnum er snúa að eftirlauna- og lífeyrissjóðsmálum sé útvistað, en breytilegt er á milli landa hvort útvistun launavinnslu eða útvistun upplýsingakerfa á sviði mannauðsmála komi þar á eftir í umfangi. Í fagtengdum kjarnaverkefnum er þjálfun og þróun helst útvistað í einhverjum mæli. Fyrirtæki og stofnanir í heilbrigðis-, velferðar- og skólamálum og opinberri stjórnsýslu útvista í minni mæli en aðrar greinar. Útvistun launavinnslu er umfangsmest í Finnlandi og í þjónustugreinum þegar Norðurlöndin eru skoðuð í heild.
Efnisorð
Útvistun mannauðsmála; úthýsing mannauðsmála; mannauðsstjórnun; stefnumiðuð mannauðsstjórnun; Norðurlönd; fagleg kjarnaverkefni; umsýslu- og rekstrarverkefni.
Heildartexti:
PDFJEL
M12; O15; O57.
DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2019.16.1.3
Baktilvísanir
- Engar baktilvísanir
Útgefendur eru Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands.
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.
Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.