Þróun hönnunarhugsunar og beiting hennar innan íslenskra fyrirtækja og stjórnsýslu

Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir, Magnús Þór Torfason

Útdráttur


Á síðustu árum hefur færst í vöxt að beitt sé aðferðafræði sem kennd er við hönnunarhugsun (e. design thinking) í þróunarverkefnum, bæði á vegum hins opinbera og í einkageiranum. Í þessari grein er kannað hvernig hönnunarhugsun er beitt við mismunandi aðstæður innan íslenskrar stjórnsýslu og fyrirtækja. Fram kemur í viðtölum að hönnunarhugsun er talin styðja við samtal milli mismunandi hagsmunaaðila og valdeflingu þeirra, auk þess sem viðmælendur telja aðferðina gagnlega við að takast á við þá óvissu sem fylgir nýsköpunarverkefnum. Aftur á móti skynja viðmælendur ákveðna togstreitu á milli þess hvernig mismunandi aðilar nálgast hönnunarhugsun. Höfundar setja fram kenningu um að þessi togstreita markist að hluta til af sögulegri þróun hönnunarhugsunar og þremur bylgjum sem mótað hafa áherslur aðferðafræðinnar í gegnum tíðina. Fyrsta bylgjan markast af náinni tengingu við iðnhönnun og aðferðir hönnuða. Önnur bylgjan einkennist af áherslu á nýsköpun og ferlavæðingu hönnunarhugsunar. Í þriðju bylgjunni er sjálfbærni og samkeppnishæfni samfélaga í forgrunni og athyglinni beint í auknum mæli að notkun hönnunarhugsunar í opinberri stjórnsýslu. Ákveðin samsvörun er milli þeirra meginþema sem koma fram í viðtölunum og þessara þriggja bylgja, og kann sú nálgun sem sett er fram hér að hjálpa til við að skýra og skilja mismunandi viðhorf til aðferðarinnar, bæði hér á landi og alþjóðlega. Þessar niðurstöður eru mikilvægar í ljósi þess að mikilvægi hönnunar eykst stöðugt og alþjóðastofnanir á borð við Evrópusambandið leggja sívaxandi áherslu á hönnun og hönnunarhugsun.

Efnisorð


Hönnunarhugsun; hönnun; nýsköpun; sjálfbærni.

Heildartexti:

PDF

JEL


M10.


DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2019.16.1.1

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


Útgefendur eru Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands.

Creative Commons License
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.