Eru íslenskir neytendur smálána ólæsir á fjármál?

Davíð Arnarson, Kári Kristinsson, Sigurður Guðjónsson

Útdráttur


Mikil umræða hefur skapast á Íslandi um hin svo kölluðu smálánafyrirtæki. Annars vegar finnst mörgum að smálán bæti við flóru fjármálavara sem eru í boði fyrir neytendur. Hins vegar er hægt að líta svo á að smálán séu ekki annað en okurlánastarfssemi, enda vextir á þessum lánum afar háir. Þrátt fyrir að pólitísk umræða um smálán hafi verið nokkur hafa þau hins vegar verið nánast óskoðuð í fræðasamfélaginu. Í þessari grein skoðum við hvort neytendur smálána séu með verra fjármálalæsi en hinn almenni neytandi. Niðurstöðurnar gefa til kynna að neytendur smálána séu með verra fjármálalæsi en almennir neytendur. Þeir eru einnig yngri, líklegri til að vera karlkyns, með lægri tekjur og menntun.

Efnisorð


Smálán; fjármálalæsi; neytendahegðun; örlán.

Heildartexti:

PDF

JEL


M1; M14.


DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2018.15.2.4

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


Útgefendur eru Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands.

Creative Commons License
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.