Skipulag fyrirtækja á Íslandi fyrir og eftir hrun

Runólfur Smári Steinþórsson, Anna Marín Þórarinsdóttir, Einar Svansson

Útdráttur


Viðfangsefni greinarinnar er þróun á skipulagi fyrirtækja á Íslandi fyrir og eftir fjármálahrunið árið 2008. Byggt er á rannsóknum í verkefninu Innform á Íslandi, annars vegar frá 2004 til 2007 og hins vegar frá 2010 til 2014. Einnig er gerður samanburður á milli fimm rannsókna sem gerðar hafa verið um skipulag fyrirtækja á Íslandi á árunum fyrir og eftir hrun. Markmið greinarinnar er að lýsa megineinkennum á stjórnskipulagi íslenskra fyrirtækja og gera grein fyrir þróun á skipulagi þeirra. Jafnframt er markmiðið að kanna hvort sjá megi breytingar á skipulagi íslenskra fyrirtækja eftir efnahagshrunið 2008 á ýmsum stjórnunarþáttum sem tengjast skipulagi. Helstu niðurstöður gefa vísbendingar um að stjórnskipulag íslenskra fyrirtækja hafi tekið nokkrum breytingum og að áhersla á innri ferla og skilvirkni sé meiri. Umboðsveiting hefur aukist og sú breyting tengist aukningu á fléttu- og verkefnaskipulagi. Rannsóknirnar sýna að flest stór íslensk fyrirtæki notast bæði við afurðaskipulag og starfaskipulag, sem gefur vísbendingu um blandað skipulag. Starfaskipulag er hins vegar ríkjandi skipulagsform þegar litið er til bæði smærri og stærri fyrirtækja. Það virðist hafa verið millibilsástand hjá fyrirtækjum á Íslandi varðandi stjórnskipulag fyrst eftir hrun þar sem áhersla æðstu stjórnenda á formlegt skipulag minnkaði tímabundið.

Efnisorð


Organizational charts; divisional structure; functional structure; matrix structure.

Heildartexti:

PDF

JEL


M1; L2


DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2018.15.1.5

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


Útgefendur eru Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands.

Creative Commons License
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.