Uppgjör afleiðusamninga: Mat á reglum út frá dómafordæmum
Útdráttur
Alþjóðlegar reglur og venjur um framkvæmd afleiðusamninga hafa í gegnum tíð- ina mótast af dómafordæmum. Saga afleiðusamninga á Íslandi er stutt og framan af komu ekki mörg deilumál til kasta dómstóla. Þetta breyttist í kjölfar banka- hrunsins árið 2008 þegar fjölmörg ágreiningsefni vegna afleiðusamninga rötuðu fyrir dómstóla. Í greininni er farið yfir helstu dóma, sem fjalla um uppgjör afleiðu- samninga, með það að markmiði að draga fram þær reglur og leiðbeiningar sem íslenskir dómstólar hafa gefið um uppgjör slíkra samninga undanfarin ár. Reifaðar eru niðurstöður 35 hæstaréttardóma.
Ágreiningsefnum aðila er skipt í sjö flokka: (1) heimildir til afleiðuviðskipta, (2) gengisviðmiðun gjaldmiðlasamninga, (3) reiknireglur við uppgjör, (4) forsendu- brestur, (5) skuldajöfnun, (6) viðbrögð bankanna við yfirtöku Fjármálaeftirlitsins og (7) áhrif af yfirtöku Fjármálaeftirlitsins.
Meðal helstu niðurstaðna er að öllum er heimilt samkvæmt lögum að gera af- leiðusamninga og framvirkir samningar um hlutabréf teljast ekki flóknir fjármála- gerningar. Miða skal við viðmiðunargengi Seðlabanka Íslands í uppgjöri gjald- miðlasamninga ef annað viðmið er ekki sérstaklega tiltekið og samningur, sem verður til við framlengingu á eldri samningi, telst nýr sjálfstæður samningur.
Fjallað er um áhrif yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á bönkunum á stöðu afleiðu- samninga og viðbrögð bankanna við yfirtökunni gagnvart viðskiptavinum með opna afleiðusamninga. Viðbrögðin voru mismunandi en Landsbanki Íslands og Glitnir ákváðu að senda viðskiptavinum sínum tilkynningu varðandi lokun samn- inganna. Tilkynning Landsbanka Íslands þótti óljós og túlka þurfti þýðingu hennar út frá viðbrögðum hvers viðskiptavinar sem leiddi til mismunandi meðferðar ein- stakra viðskiptavina.
Ágreiningsefnum aðila er skipt í sjö flokka: (1) heimildir til afleiðuviðskipta, (2) gengisviðmiðun gjaldmiðlasamninga, (3) reiknireglur við uppgjör, (4) forsendu- brestur, (5) skuldajöfnun, (6) viðbrögð bankanna við yfirtöku Fjármálaeftirlitsins og (7) áhrif af yfirtöku Fjármálaeftirlitsins.
Meðal helstu niðurstaðna er að öllum er heimilt samkvæmt lögum að gera af- leiðusamninga og framvirkir samningar um hlutabréf teljast ekki flóknir fjármála- gerningar. Miða skal við viðmiðunargengi Seðlabanka Íslands í uppgjöri gjald- miðlasamninga ef annað viðmið er ekki sérstaklega tiltekið og samningur, sem verður til við framlengingu á eldri samningi, telst nýr sjálfstæður samningur.
Fjallað er um áhrif yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á bönkunum á stöðu afleiðu- samninga og viðbrögð bankanna við yfirtökunni gagnvart viðskiptavinum með opna afleiðusamninga. Viðbrögðin voru mismunandi en Landsbanki Íslands og Glitnir ákváðu að senda viðskiptavinum sínum tilkynningu varðandi lokun samn- inganna. Tilkynning Landsbanka Íslands þótti óljós og túlka þurfti þýðingu hennar út frá viðbrögðum hvers viðskiptavinar sem leiddi til mismunandi meðferðar ein- stakra viðskiptavina.
Efnisorð
Afleiður; afleiðusamningar; uppgjör afleiðusamninga; vanefnd; slitameðferð banka.
Heildartexti:
PDFJEL
K12; K22; G01; G21; G23
DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2018.15.1.1
Baktilvísanir
- Engar baktilvísanir
Útgefendur eru Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands.
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.
Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.