Einkenni og áskoranir tónlistarklasa á Íslandi

Freyja Gunnlaugsdóttir, Runólfur Smári Steinþórsson

Útdráttur


Þessi grein fjallar um þróun tónlistarlífs á Íslandi á undanförnum árum. Margir íslenskir tónlistarmenn hafa átt velgengi að fagna og skapað sér nafn á alþjóðlegum markaði. Stjórnvöld hafa stutt við þróunina á ýmsan hátt og þau hafa mikil áhrif á tónlistarlífið. Umsvifin í greininni benda til að þróunin undanfarin ár hafi ýtt undir myndun klasa í tónlist á Íslandi. Markmiðið með þessari grein er að rannsaka þróun tónlistarlífs á Íslandi út frá kenningum um klasa og samkeppnishæfni. Einnig er þróunin á Íslandi borin saman við þekkta tónlistarklasa erlendis. Byggt er á raundæmisrannsókn þar sem spurt er að hvaða marki megi líta á tónlist á Íslandi sem klasa og ef svo er á hvaða stigi klasaþróunar íslenskur tónlistarklasi kunni að vera. Einnig er spurt um hvaða áskoranir tónlistarklasinn kunni að standa frammi fyrir. Niðurstöður gefa til kynna skýrar vísbendingar um tónlistarklasa á Íslandi og að klasinn sé að færast af mótunarstigi yfir á þróunarstig. Í niðurstöðum felst hagnýtt gildi því varpað er ljósi á atriði og aðstæður sem geta ýtt undir frekari uppbyggingu á sterkum tónlistarklasa á Íslandi. Samhliða er tónlistarklasinn dæmi um klasa í litlu fámennu landi og niðurstöðurnar framlag til þekkingar á klasa í slíkum aðstæðum.

Efnisorð


Tónlist; klasar; klasaþróun; samkeppnishæfni.

Heildartexti:

PDF

JEL


M1; M2.


DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2017.14.2.2

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


Útgefendur eru Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands.

Creative Commons License
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.