Rafrænt umtal á samfélagslegum tengslamyndunarsíðum

Auður Hermannsdóttir, Alexandra Diljá Bjargardóttir

Útdráttur


Þegar samskipti fólks á netinu snúast um vörur, þjónustu, fyrirtæki eða vörumerki er talað um að það eigi sér stað rafrænt umtal. Rafrænt umtal getur breiðst út til gríðarlega margra og á miklum hraða. Það getur þannig náð til mun fleiri og mun hraðar en hið hefðbundna umtal og áhrif þess geta því orðið töluvert meiri. Viðfangsefni rannsóknarinnar var rafrænt umtal á vinsælasta samfélagsmiðli dagsins í dag, Facebook. Markmiðið var að kanna þátttöku í rafrænu umtali, trúverðugleika umtals, mat fólks á áhrifum umtals á ímynd fyrirtækja og kaupáform. Jafnframt var kannað hvort tengsl væru á milli þátttöku í rafrænu umtali og áhrifum umtals á ímynd annars vegar og áhrifum á kaupáform hins vegar. Með rafrænu snjóboltaúrtaki var spurningalisti lagður fyrir notendur Facebook. Niðurstöðurnar benda til þess að bein þátttaka í rafrænu umtali sé ekki ýkja mikil. Algengara er að um skoðanaveitingu sé að ræða heldur en skoðanaleit, þá sér í lagi að fólk sé að miðla jákvæðum upplýsingum um vörur eða þjónustu. Mestur trúverðugleiki upplýsinga um vörur og þjónustu fyrirtækja virðist vera gagnvart umtali sem kemur frá einstaklingum sem fólk þekkir. Næst á eftir koma upplýsingar frá vefsíðum fyrirtækja og svo umsagnir almennra neitenda. Niðurstöðurnar benda til þess að áhrif rafræns umtals á ímynd fyrirtækja séu nokkur að mati fólks og jafnframt áhrif þess á kaupáform. Tæplega helmingur þátttakenda kvaðst beinlínis hafa keypt vöru eða þjónustu eftir að einhver mælti með því á Facebook. Nokkuð sterk jákvæð tengsl reyndust vera á milli þátttöku í rafrænu umtali og mats á áhrifum umtals á ímynd annars vegar og á kaupáform hins vegar.

Efnisorð


Rafrænt umtal; vörumerki; ímynd; kaupáform.

Heildartexti:

PDF

JEL


M31; M39


DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2013.10.1.1

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


Útgefendur eru Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands.

Creative Commons License
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.