Endurskoðun laga um stjórn fiskveiða og jafnræðisregla stjórnarskrárinnar – vandratað er meðalhófið!

Kristín Haraldsdóttir

Útdráttur


Í greininni er fjallað um svigrúm löggjafans skv. jafnræðisreglu 65. gr. stjskr. og atvinnufrelsisákvæði 75. gr. stjskr. til að setja reglur sem veita afmörkuðum hópi heimildir til veiða úr nytjastofnum sjávar. Dómar Hæstaréttar sem þetta snerta eru skoðaðir út frá sjónarmiðum um meðalhóf og sú ályktun dregin að hagsmunir þjóðarheildarinnar af verndun og hagkvæmri nýtingu vegi þungt í meðalhófsmatinu. Gerð sé krafa um að löggjafinn færi skýr rök fyrir því að sú leið sem er valin sé í eðlilegu samhengi við hagsmuni þjóðarheildarinnar af verndun og hagkvæmri nýtingu fiskistofna. Fjallað er um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða sem lagt var fram á síðastliðnu löggjafarþingi í þessu ljósi og bent á atriði sem kunna að orka tvímælis út frá framangreindum sjónarmiðum.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2012.9.2.5

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


Útgefendur eru Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands.

Creative Commons License
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.