Skipulag fiskveiða og sköpun arðs: Hver eru tengslin?

Birgir Þór Runólfsson

Útdráttur


Hér er þess freistað að varpa ljósi á það hagræna samhengi sem skapar arð í fiskveiðum og útskýra um leið hugtök sem þar koma við sögu. Hugtökin renta og auðlindarenta hafa mjög verið notuð í þessu sambandi. Saga hugtakanna er rakin stuttlega og sá fjölbreytilegi skilningur sem fræðimenn hafa lagt í þau, og hin ýmsu afbrigði rentuhugtaksins skýrgreind. Þá er stuttlega fjallað um hagnað og tengsl hans við rentu. Megináhersla er á að útskýra hvers vegna rangt sé að álykta að tilvist svokallaðrar auðlindarentu hafi alfarið með ástand auðlindar að gera eða aðgerðir stjórnvalda til takmörkunar. Skipulag fiskveiða sem byggir á eignarrétti er mikilvægasta forsenda þess að skapa arð af fiskveiðum og raunar auðlindanýtingu yfirleitt. Nægjanlega sterkar eignarréttur þarf að vera til staðar svo unnt sé að forðast svokallaðan „harmleik almenninga.“ Þá er jafnframt rökstutt að tilvist auðlindarentu byggi fyrst og fremst á hæfileikum þeirra er veljast til að starfa í sjávarútveginum, á hugviti og framtaksemi þeirra, og þeim hvata sem þeir hafa til að hámarka það virði sem hægt er að búa úr afurðum af nýtingu fiskistofna.

Efnisorð


Aflahlutdeildarkerfi; arðsköpun; renta; eignarréttur; fiskveiðistjórnun.

Heildartexti:

PDF

JEL


D23; D3; D72; Q22; Q28


DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2012.9.2.2

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


Útgefendur eru Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands.

Creative Commons License
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.