Hvað skýrir viðhorf fólks til auglýsinga?

Auður Hermannsdóttir

Útdráttur


Viðhorf fólks til auglýsinga almennt hefur áhrif á mat þess á einstökum auglýsingum. Viðhorf og mat fólks á einstaka auglýsingum hefur svo m.a. áhrif á kaupætlun og á viðhorf til þess vörumerkis sem um ræðir. Almennt viðhorf fólks til auglýsinga getur því gefið verðmætar upplýsingar um hversu áhrifaríkar einstaka auglýsingar eru. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvert viðhorf íslenskra neytenda er til auglýsinga almennt ásamt því að kanna hvaða þættir skýra viðhorfið. Jafnframt var markmiðið að kanna hvort viðhorf til auglýsinga væri ólíkt eftir lýðfræðibreytum. Alls svöruðu 550 einstaklingar netkönnun um ýmislegt sem tengist auglýsingum. Niðurstöður sýna að viðhorf íslenskra neytenda til auglýsinga er nokkuð jákvætt og skýrist fyrst og fremst af upplýsingagildi og gagnsemi auglýsinga. Eftir því sem neytendur eru eldri því neikvæðara er viðhorf þeirra til auglýsinga.

Efnisorð


Auglýsingar; viðhorf; neytendur.

Heildartexti:

PDF

JEL


C38; M37


DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2011.8.1.3

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


Útgefendur eru Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands.

Creative Commons License
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.