Spornað við útflæði fjármagns: Virkuðu íslensku gjaldeyrishöftin?

Kristrún M. Frostadóttir

Útdráttur


Gripið var til gjaldeyrishafta á Íslandi haustið 2008 til að vernda krónuna gegn gengisfalli en slík höft hafa verið gagnrýnd. Því hefur verið haldið fram að kostnaður vegna haftanna vegi þyngra en ábatinn af þeim þar sem erfitt getur reynst að stjórna útflæði fjármagns. Megintilgangur rannsóknarinnar var því að kanna hversu vel hafi tekist að hamla gegn útflæðinu og þar með að styðja við krónuna. Þróun helstu fjármálastærða á Íslandi, einkum gengisins, var skoðuð fyrir og eftir að höft voru innleidd. Stuðst var við GARCH-mat og Quandt-Andrews próf til að rannsaka hvort greinileg breyting hafi orðið á þróun íslensku krónunnar við innleiðingu hafta hérlendis. Helstu niðurstöður eru þær að gengisstyrking varð á seinna tímabili hafta, eða frá og með október 2009, og mjög dró úr gengisflökti krónunnar strax við upphaf fyrsta haftatímabils haustið 2008. Inngrip Seðlabanka Íslands á gjaldeyrismarkaði frá og með október 2008 benda til þess að höftin hafi ekki haldið sem skyldi þar til eftirlit með útflæði fjármagns var hert einu ári síðar.

Efnisorð


Gengisbreytingar; gjaldeyrishöft; gjaldeyrisinngrip; fjármagnshreyfingar.

Heildartexti:

PDF

JEL


F32


DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2011.8.1.2

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


Útgefendur eru Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands.

Creative Commons License
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.