Bankar og fjármálamarkaðir

Guðrún Johnsen

Útdráttur


Eftir íslenska bankahrunið þykir ljóst að meginstoðir fjarmala- og efnahagskerfisins voru á veikum grunni reistar. Stofnanir jafnt sem einstaklingar brugðust og kerfið í heild stóðst ekki þær kröfur sem gerðar voru til þess. Hér verður farið yfir hverjir eru haghafar bankakerfisins sem knúðir eru áfram af ólíkum hagsmunum og hvötum. Þá er spurt hvaða veikleika megi finna meðal þeirra meginhvata sem eru byggingarefni hins íslenska efnahags- og fjármálakerfis. Niðurstaðan er sú að brotalamir má finna á öllum helstu stoðum kerfisins sem fjárfestar reiða sig á, svo sem í dómskerfi, skilvirkni markaða, hvatakerfum bankastofnana, og stjórnarháttum fyrirtækja. Valdhafar landsins verða að lagfæra þessar brotalamir hið fyrsta svo að íslenskt efnahagslíf og íslenskur fjármálamarkaður geti talist frjór jarðvegur fyrir fjárfesta að yrkja.

Efnisorð


Hvatakerfi; stofnannauppbygging; fjármálastofnanir; fjármálastöðugleiki.

Heildartexti:

PDF

JEL


L51


DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2010.7.2.4

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


Útgefendur eru Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands.

Creative Commons License
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.