Verðbólguspár og verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands

Guðmundur Guðmundsson

Útdráttur


Samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands frá 2001 er meginmarkmið hans að stuðla að stöðugu verðlagi. Hagfræðisvið Seðlabankans býr til ársfjórðungslíkan af íslenska hagkerfinu og birtir lýsingu á því. Þar er verðbólgu lýst með Phillips-ferli að viðbættum væntingum. Stýrivextir eru helsta stjórntæki bankans. Þeir fylgja Taylorreglu í líkaninu og hefur hún löngum verið í góðu samræmi við raunverulegar vaxtaákvarðanir. Þá tók bankinn upp þá stefnu að birta spár um verðbólgu með stýrivaxtaferil þar sem verðbólgumarkmiðið næðist innan þriggja ára. Áhrif stýrivaxta á umframeftirspurn og gengi dugðu ekki til þess. Það hafðist þó með því að reikna með að verðbólguvæntingar löguðu sig hratt að markmiðinu þó að engin merki væru um slíka hegðun í gögnum um vaxtamuninn. Í ársfjórðungslíkaninu 2009 er vaxtamuninum sleppt, en verðbólguvæntingar metnar með fyrra gildi verðbólgu, reiknaðri spá um verðbólgu eftir tvö ár og beinni tengingu við markmiðið. Þetta líkan spáir einnig hraðri leitni að markmiðinu, en uppfyllir ekki lágmarkskröfur um samræmi við fyrirliggjandi verðmælingar.

Efnisorð


Hagmælingar; verðbólga.

Heildartexti:

PDF

JEL


C53; E52


DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2010.7.1.4

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


Útgefendur eru Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands.

Creative Commons License
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.