Að störfum í Alþjóðabankanum

Jónas H. Haralz

Útdráttur


Alþjóðabankinn var á þessum tíma á skeiði mikillar umbreytingar. Upphaflega hafði honum verið ætlað að vera hliðarstofnun við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem sinnti þeirri endurreisn Evrópu sem fram undan var að styrjöldinni lokinni. Í nafni bankans, International Bank for Reconstruction and Development, hafði endurreisnin komið fyrst en þróuninni verið bætt við. Starf bankans hafði einnig í fyrstu fallið í þennan tilætlaða farveg, og lán til endurreisnar verið veitt Danmörku, Frakklandi, Hollandi og Lúxemborg. Brátt varð það hins vegar ljóst, að verkefnið var miklum mun stórfelldara og meira aðkallandi en svo að ný og óreynd alþjóðastofnun gæti við það ráðið. Marshall-aðstoðin og þau samtök er umhverfis hana voru mynduð tóku við verkefninu, líkt og þau tóku einnig að mestu við þeirri viðreisn gjaldeyrismála Vestur-Evrópu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hafði verið ætlað. Alþjóðabankinn varð því skjótlega að breyta um stefnu og einbeita sér að þróunarmálum, sem hvorki hann sjálfur né aðrar stofnanir vissu mikil deili á. Þetta var einmitt að gerast um það leyti sem ég kom til bankans árið 1950.

Efnisorð


Alþjóðabankinn; Suður-Ameríka; efnahagsmál; hagsaga; gengisstýring.

Heildartexti:

PDF

JEL


G21; G28; N16; N26; N46


DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2008.6.1.3

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


Útgefendur eru Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands.

Creative Commons License
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.