Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði
Útdráttur
Grein þessi fjallar um skammtímaviðbrögð hlutabréfamarkaðarins við tilkynningu á yfirtökum og samrunum í Kauphöll Íslands á tímabilinu 1996-2005. Niðurstöður erlendra rannsókna benda til þess að skammtímaáhrif á hlutabréfaverð þess fyrirtækis sem eftir stendur þegar yfirtaka eða samruni hefur átt sér stað séu almennt lítil og leiði jafnvel til lækkunar á hlutabréfaverði þess fyrirtækis. Undantekningin virðist vera dálítil hækkun þegar um er að ræða minni fyrirtæki. Rannsókn þessi leiðir í ljós að hlutabréfaverð á íslenskum markaði hækkar um tæp 7% þegar um meiriháttar yfirtöku eða samruna er að ræða en breytist ekki við minniháttar yfirtöku eða samruna.
Efnisorð
Samrunar; yfirtökur; atburðarrannsókn (e. event study).
Heildartexti:
PDFJEL
G34; G14
DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2008.6.1.2
Baktilvísanir
- Engar baktilvísanir
Útgefendur eru Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands.
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.
Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.