Æviágrip Jónasar H. Haralz

Höfundur ótilgreindur

Útdráttur


Jónas (Halldór) Haralz er sonur hjónanna Haralds Nielssonar prófessors við Háskóla Íslands (1868-1928) og Aðalbjargar Sigurðardóttur kennara (1887-1974). Hann fæddist 6. október 1919 í Vinaminni í Grjótaþorpinu í Reykjavík, en fluttist sex ára að aldri að Laugarnesi fyrir utan Reykjavík ... Jónas naut í fyrstu kennslu í heimahúsum og um tíma árið 1931 við alþýðuskólann á Eiðum ... Árið 1935 settist hann í fjórða bekk Menntaskólans í Reykjavík (stærðfræðideild) og lauk þaðan stúdentsprófi 1938. Sama ár fór hann til náms í Stokkhólmi og lagði fyrst stund á efnaverkfræði við Kungliga Tekniska Högskolan. Árið 1940 söðlaði hann um, las hagfræði, tölfræði, stjórnmálafræði og heimspeki við Stokkhólmsháskóla til ársins 1945 og lauk magistersprófi (pol.mag) í þessum greinum árið 1944.

Í stjórnmálafræði naut hann leiðsagnar Herberts Tingsten, sem síðar varð aðalritstjóri Dagens Nyheter, í tölfræði Stens Wahlund, hagstofustjóra Stokkhólmsborgar og síðar ríkisdagsmanns, og í heimspeki prófessoranna Einars Tegen og Konrads Marc‐Wogau.

Jónas var kjörinn heiðursdoktor (Dr. econ. honoris causa) við viðskipta‐ og hagfræðideild Háskóla Íslands árið 1988. Þá hefur hann verið sæmdur stórriddarakrossi íslensku fálkaorðunnar og norskum og sænskum heiðursmerkjum.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2007.5.2.4

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


Útgefendur eru Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands.

Creative Commons License
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.