Er eitthvert vit í ráðgjöf greiningardeildanna?

Kári Sigurðsson, Örvar Guðni Arnarson

Útdráttur


Í þessari grein er sjónum beint að því hvort fjárfestar geti náð góðum árangri með því að fylgja fjárfestingarráðgjöf innlendra greiningardeilda á fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöll Íslands. Niðurstaðan er sú að verðbréfasafn með yfirvogunarráðgjöf gefur að meðaltali tæplega 2% hærri ávöxtun á mánuði en verðbréfasafn með undirvogunarráðgjöf. Mismunurinn er jafnframt jákvæður þegar leiðrétt hefur verið fyrir áhættu og viðskiptakostnaði. Árangurinn af því að fylgja verðmatsráðgjöf er einnig jákvæður að meðaltali en ekki jafnmarktækur tölfræðilega. Í báðum tilfellum er árangur háður því að fjárfestar bregðist við nýrri ráðgjöf á útgáfudegi.

Efnisorð


Atburðarrannsókn; fjárfestingarráðgjöf.

Heildartexti:

PDF

JEL


G11; G14


DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2006.4.1.3

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


Útgefendur eru Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands.

Creative Commons License
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.