Stjórnunaraðferðir og skipulag íslenskra fyrirtækja

Ingi Rúnar Eðvarðsson

Útdráttur


Í þessari grein er kynnt rannsókn á skipulagi og stjórnunaraðferðum í íslenskum fyrirtækjum. Markmið hennar er í fyrsta lagi að skoða hvaða skipulagsform (skipurit) eru við lýði í íslenskum fyrirtækjum. Í öðru lagi er markmiðið að kanna hvaða stjórnunaraðferðir eru algengastar í íslenskum fyrirtækjum og í þriðja lagi er markmiðið að athuga hvort þau hafi boðið út verkefni og tekið upp formlegt samstarf við önnur fyrirtæki. Niðurstöður benda til þess að staðsetning fyrirtækja á landinu og sú starfsgrein sem fyrirtæki starfa í hafi óveruleg áhrif á stjórnunaraðferðir eða skipulag þeirra. Stærð fyrirtækja og menntun stjórnenda hafði hins vegar mjög mikil áhrif á marga þætti stjórnunar og skipulags, svo sem þegar stuðst var við samþykkt skipulag, liðsvinnu, samstarf fyrirtækja og útboð verkefna. Engin sjáanleg tengsl voru á milli stjórnunaraðferða og rekstrarárangurs. Helsta skýring þess er að mikill meirihluti fyrirtækja skilaði hagnaði árið 2003. Þörf er á frekari rannsóknum á stjórnunaraðferðum og skipulagi til að efla íslenskt atvinnulíf og tryggja varanlegan árangur fyrirtækja.

Efnisorð


Stjórnunaraðferðir; skipulag; íslensk fyrirtæki.

Heildartexti:

PDF

JEL


L23; M1


DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2006.4.1.1

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


Útgefendur eru Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands.

Creative Commons License
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.