Stefnumiðað árangursmat sem liður í að framkvæma stefnu

Snjólfur Ólafsson

Útdráttur


Grein þessi er tilraun til að greina og lýsa því hvaða þátt stefnumiðað árangursmat (Balanced Scorecard) getur leikið í vinnu fyrirtækja og stofnana við að framkvæma stefnu sína. Í upphafi er fjallað um merkingu orðsins stefna (strategy) því að skýr merking þess er forsenda fyrir markvissri umfjöllun um framkvæmd stefnu. Einnig má ætla að skýr stefna sé forsenda fyrir markvissri framkvæmd hennar. Stefna er orð sem hefur verið notað um mörg hugtök en í þessari grein er það notað í merkingunni „lýsing á þeim árangri sem stefnt er að og hvernig honum skuli náð“.
Stefnumiðað árangursmat er aðferðafræði sem má útfæra og nota á margan hátt. Kaplan og Norton kynntu aðferðafræðina fyrst árið 1992 en þeir hafa þróað hana mikið síðan þá. Í þessari grein er fjallað um kjarna aðferðafræðinnar og tvö verkfæri hennar, stefnukort og skorkort. Síðan er gerð tilraun til að draga fram það hlutverk sem stefnumiðað árangursmat getur leikið í framkvæmd stefnu. Við þá greiningu er farið yfir helstu atriði sem þarf til að framkvæma stefnu.

Efnisorð


Framvæmd stefnu; stefna; stefnumiðað árangursmat.

Heildartexti:

PDF

JEL


M10


DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2005.3.1.3

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


Útgefendur eru Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands.

Creative Commons License
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.