Markaðsáherslur og markaðshneigð

Þórhallur Örn Guðlaugsson

Útdráttur


Markaðshneigð (e. market orientation) má lýsa sem einkenni á fyrirtækjamenningu, sem birtist þannig að starfsmenn leggja sig fram við að veita viðskiptavininum, sem mestan ávinning af viðskiptum sínum við fyrirtækið. Markaðshneigð má einnig lýsa sem hegðun er styður markaðsáhersluna (e. marketing concept). Sú hegðun einkennist af víðtækri þekkingaröflun á breytingum í markaðsumhverfinu, miðlun þeirrar þekkingar til eininga skipulagsheildarinnar og að viðbrögð hennar taki mið af þekkingunni.
Viðfangsefni þessarar greinar er markaðshneigð og markaðsáherslur og er augum sérstaklega beint að því hvort opinber fyrirtæki geti, út frá forsendum markaðshneigðar, tileinkað sér markaðshneigð og markaðsleg vinnubrögð. Það er mat höfundar, byggt á skoðun á stóru opinberu þjónustufyrirtæki, að þannig fyrirtæki geti tileinkað sér markaðshneigð í auknum mæli. Ýmsar hindranir séu þó í veginum sem m.a. má rekja til fyrirtækjamenningar og –skipulags. Einnig kemur fram í umræðunni að pólitískur hugsunarháttur getur verið skammt undan þegar um opinber fyrirtæki er að ræða. Hann getur haft neikvæð áhrif á viðleitni fyrirtækja til að auka markaðshneigð og markaðsleg vinnubrögð.

Efnisorð


Markaðshneigð; markaðsáherslur.

Heildartexti:

PDF

JEL


K2; L4


DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2004.2.1.4

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


Útgefendur eru Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands.

Creative Commons License
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.