Umframávöxtun á íslenskum hlutabréfamarkaði

Ásgeir Jónsson, Stefán B. Gunnlaugsson

Útdráttur


Hér er gerð grein fyrir rannsókn á sambandi nokkurra kennitalna fyrirtækja og ávöxtunar íslenskra hlutabréfa. Þær kennitölur sem um ræðir eru V/H‐hlutfall, qhlutfall, arðhlutfall, söguleg ávöxtun og fyrirtækjastærð. Rannsóknin nær yfir tímabilið frá janúar 1993 til júní 2003 og er byggð á því að búa til ný verðbréfasöfn í hverjum mánuði eftir þeim kennitölum sem rannsakaðar voru. Ávöxtun verðbréfasafnanna var síðan reiknuð og kannað hvort marktækur munur væri á milli þeirra að teknu tilliti til kerfisbundinnar áhættu. Helstu niðurstöður eru þær að hlutabréf með lágt V/H‐hlutfall skiluðu mun hærri ávöxtun en önnur hlutabréf og var sá munur marktækur. Hlutabréf lítilla fyrirtækja og hlutabréf með lágt q‐hlutfall skiluðu einnig hærri ávöxtun en önnur hlutabréf en sá munur var ekki marktækur. Aftur á móti mældist ekkert samband á milli arðhlutfalls, sögulegrar frammistöðu og ávöxtunar.

Efnisorð


Skilvirkni; íslenskur hlutabréfamarkaður; V/H‐hlutfall.

Heildartexti:

PDF

JEL


G12; G14


DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2004.2.1.1

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


Útgefendur eru Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands.

Creative Commons License
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.