Heilsuhagfræði á Íslandi

Ágúst Einarsson

Útdráttur


Í greininni er lýst grunnatriðum í heilsuhagfræði. Þættir eins og heilsufar, vellíðan, sjúkdómar, slys og dauði eru algeng viðfangsefni innan heilbrigðisþjónustunnar. Í heilsuhagfræði er m.a. lagt fjárhagslegt mat á leiðir til úrbóta. Heilsuhagfræði hefur enn ekki hlotið mikla umfjöllun hérlendis. Í greininni er m.a. lýst grunnlíkönum í heilsugæslu og fjallað er um umfang heilbrigðismála í hagkerfinu hérlendis, svo sem opinber útgjöld og starfsmannafjölda. Einnig er staða heilbrigðismála á Íslandi rædd í samanburði við önnur lönd, einkum Norðurlönd en jafnframt innan OECD. Þar kemur m.a. í ljós að staðan í heilsugæslu hérlendis er góð en útgjöld til heilbrigðismála eru veruleg miðað við önnur lönd, sérstaklega sé tekið tillit til tiltölulega lágs aldurs íslensku þjóðarinnar. Að lokum er stuttlega fjallað um fjórar matsaðferðir innan heilsuhagfræðinnar, þ.e. lágmarkskostnaðargreiningu, kostnaðarárangursgreiningu, kostnaðarnytjagreiningu og kostnaðarábatagreiningu.

Efnisorð


Heilbrigðisútgjöld; heilsugæsla; heilsuhagfræði; kostnaðarábatagreining.

Heildartexti:

PDF

JEL


D61; H51; I12; I18


DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2003.1.1.6

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


Útgefendur eru Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands.

Creative Commons License
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.