Stefnumiðuð stjórnun: Fimm greiningarlíkön

Runólfur Smári Steinþórsson

Útdráttur


Stjórnun gerir kröfu um að náð sé utan um mikilvægar forsendur og frumsetningar. Þetta á sérstaklega við um stefnumiðaða stjórnun. Til viðbótar við undirstöðuatriði stjórnunar er með stefnunni búið að marka frekar og skerpa á þeim forsendum sem taka á mið af við þróun viðkomandi starfsemi. Þessar forsendur gefa starfseminni grunngildi, ákveða sýn á fyrirtækið, tilgang þess og framlag til umhverfisins. Hvað það á þátt í að gera og hvað það verður að búa við.
Fyrirtæki er umgjörð utan um kvika starfsemi og stöðugt þarf að takast á við breytingar hið ytra og hið innra. Með umgjörðinni er komið á böndum til að auðvelda meðferð og ráðstöfun þeirra auðlinda sem fyrirtækið nýtir til að ná tilgangi sínum. Árangurinn veltur á samstillingu milli þess sem fyrirtækið kann og getur og hver eftirspurn er í umhverfi þess. Stefnumiðuð stjórnun snýst á hverjum tíma um að ná sem mestum árangri í rekstri fyrirtækisins á grundvelli afstöðu um hvað fyrirtækið vill vera og vill verða.
Þessi grein varpar ljósi á atriði, þætti og víddir sem skipta máli við stefnumiðaða stjórnun fyrirtækja. Eftir yfirlit yfir fagið er kynnt fjórvítt greiningarlíkan sem gefur yfirsýn yfir þau atriði sem draga þarf fram í greiningu á starfsemi ef stjórna á stefnumiðað. Fyrir hverja af fjórum víddum stefnumiðaðrar stjórnunar er síðan gerð grein fyrir sérstöku greiningarlíkani.
Útgangspunkturinn er að stefnumiðuð stjórnun sé viðvarandi viðfangsefni hjá þeim fyrirtækjum sem ná árangri. Ætlunarverkið er að fræða lesandann um þau fjölmörgu atriði sem máli skipta við stefnumiðaða stjórnun.

Efnisorð


Stefna; stefnumiðuð stjórnun; greiningarlíkön.

Heildartexti:

PDF

JEL


M1; L1; L2; L3


DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2003.1.1.5

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


Útgefendur eru Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands.

Creative Commons License
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.